Skilmálar
SKILMÁLAR
Öll ákvæði neðangreindra skilmála ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komið upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.
Greiðslumöguleikar:
Greiða má fyrir vörur sem keyptar eru á vefnum okkar með greiðslukorti (MasterCard/Visa) í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Einnig má greiða í gegnum Netgíró.
Afgreiðsla pantana:
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla hefur borist eða næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Kostnaður við hverja sendingu er tilgreindur við pöntun. By Lovisa ber enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.
Skilafrestur og endurgreiðsla:
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup á vefverslun að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila vöru ef búið er að nota vöruna. Skila verður inn kvittun fyrir vörukaupum þegar vöru er skilað og endurgreiðir By Lovisa vörukaup ef ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband með tölvupósti á netfangið lovisa@14k.is. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Ef einhverjar spurningar vakna þessu tengdar, hafi þá vinsamlegast samband á framangreint netfang.
Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.
Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu
Verð:
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð í vefversluninni eru með virðisauka og allir reikningar eru gefnir út með virðisauka.
Athugið að verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur. Áskilur By Lovisa sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá netpöntun. Eins geta verið fjöldatakmarkanir vegna sérstakra tilboða sem eru í gangi í stuttan tíma. Nánari upplýsingar um birgðastöðu og annað er hægt að fá með því að senda tölvupóst á lovisa@14k.is eða í gegnum spjallið á vefnum okkar http://www.bylovisa.is
Trúnaður:
By Lovisa heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Þegar vara er pöntuð í vefverslun By Lovisa eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Valitor geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.
PERSÓNUVERNDARSKILMÁLAR
Ný persónuverndarlöggjöf
Þann 15. júlí 2018 tók við ný persónuverndarlöggjöf gildi á Íslandi í samræmi við nýja reglugerð Evrópusambandsins (GDPR). Í samræmi við reglugerðina höfum við uppfært persónuverndarstefnu okkar.
Allar upplýsingar sem auðkenna þig eða væri hægt að nota í þeim tilgangi teljast til persónuupplýsinga. Dæmi um slíkt er nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar þínar eða kaupsaga þín.
By Lovisa notar persónuupplýsingar um þig í eftirfarandi tilgangi:
- Þjónusta
Við söfnum persónuupplýsingum um þig hvenær sem þú nýtir þér þjónustu okkar, vefsíðu eða hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst, samfélagsmiðla eða þjónustuaðila. Það sama gildir þegar þjónustan er veitt af þriðja aðila eða aðilum sem koma fram fyrir hönd By Lovisa. Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú vilt ekki veita okkur persónuleg gögn sem eru nauðsynleg til þess að efna samning eða þegar vinnslu er krafist af okkur samkvæmt lögum getum við mögulega ekki veitt þér þá þjónustu sem óskað er eftir, að öllu leyti eða að hluta.
Til þess að veita þér þjónustu okkar eða annarra ábyrgðaraðila sem veita hluta af þjónustunni sem þú hefur óskað eftir, verðum við að vinna með eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:
- Nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer, tengiliðaupplýsingar, kennitölu, reiknings- og greiðsluupplýsingar þínar.
- Upplýsingar um viðbótarþjónustu og aðrar viðeigandi upplýsingar.
- Upplýsingar um samskipti og skráningar á netinu, t.d. í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.
- Umsjón með samkeppnum
By Lovisa heldur stökum sinnum samkeppnir. Unnið er úr persónuupplýsingum til að halda utan um þátttöku viðskiptavina og til að framfylgja samkomulagi á milli þín og By Lovisa. Upplýsingar eru aðeins geymdar í þessum tilgangi og í þann tíma sem þær eru nauðsynlegar fyrir samkeppnina.
- Þjónustuaðilar og verktakar
Í sumum tilvikum notast By Lovisa við þriðja aðila til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd. Þá við um t.a.m. vinnslu á debet- og kreditkortafærslum og vöruflutninga. By Lovisa hefur einnig gert samning við þriðja aðila um skýjaþjónustu. Skýjaþjónusta er netþjónusta sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nota hugbúnað og tæki hjá þriðju aðilum. Til að mynda felst slík þjónusta í varðveislu upplýsinga í netþjónum, tölvupóstþjónum og veflausnum. Slíkir þjónustuaðilar hafa í gildi viðeigandi stefnur og verkferla til að tryggja að upplýsingar sem þeir meðhöndla séu varðveittar með öruggum hætti hverju sinni. By Lovisa notar sem stendur skýjaþjónustu þar sem upplýsingar eru varðveittar í Bandaríkjunum og innan EES-svæðisins.
- Viðskiptareikningar
Hverjum viðskiptareikningi hjá By Lovisa er stjórnað af eiganda og hann hefur heimild til að bæta við úttektaraðila, eyða slíkri skráningu eða gera aðrar breytingar á reikningnum.
- Tölvupóstur og SMS
By Lovisa sendir viðskiptavinum sínum tölvupóst eða sms skilaboð sem innihalda upplýsingar um stöðu pantana og heimsendinga.
- Vafrakökur og áþekk tækni
By Lovisa notar vafrakökur (e. cookies) til að veita þér betri þjónustu. Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru geymdar á tölvunni þinni eða á netþjóni.
By Lovisa notar þessa tækni að mestu til að:
- Geyma IP-tölu notanda. Upplýsingar frá vafraköku auðkenna notandann og ef hann hefur sótt um þjónustu, tekið þátt í samkeppnum eða viðburðum þá gefa þær kerfinu aðgang að upplýsingum sem við geymum. Þannig getum við lagað notendastillingar að þér og auðveldað þér að nota þjónustu okkar.
- Rannsaka og greina á milli reglulegra og nýrra notenda þannig að við getum reiknað út fjölda notenda og uppfært þá tölu.
- Kynna okkur hvenær notandi sér ákveðinn hluta af vefnum til að koma í veg fyrir að svæðið birtist honum ítrekað.
Í sumum tilfellum söfnum við upplýsingum á vefnum okkar í gegnum tímabundnar vafrakökur. Þessar vafrakökur hverfa þegar þú lokar vafranum. Þær geymast ekki á harða disknum heldur aðeins á tímabundnu minni sem eyðist þegar þú lokar vafranum. Við notum tímabundnar vafrakökur til dæmis til að komast að því hvernig vefurinn okkar er notaður þannig að við getum bætt hönnun hans og notagildi. Tímabundnar vafrakökur eru ekki tengdar auðkennanlegum persónuupplýsingum. Þú getur alltaf sett vafrakökum takmörk með valkostum í vafranum.
Tölvupóstar til okkar:
Netfangið lovisa@14k.is heimilar þér að vera í beinu sambandi við okkur með hvaða spurningar sem upp kunna að koma. Við lesum öll skilaboð og gerum okkar besta til að svara þeim hratt og örugglega. Upplýsingarnar sem þú sendir okkur eru nýttar til að bregðast hratt og örugglega við spurningum og athugasemdum.