Verum bleik — fyrir okkur öll

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR eftir Unni Eir) eru hönnuðirnir á bak við Bleiku slaufuna í ár. Hönnun slaufunnar er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni.

Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir þessa samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Sparislaufan

fylgstu með brjóstunum

  • ( . )

    Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

  • ( . )

    Þekktu líkama þinn, þá tekur þú frekar eftir breytingum. Gott er að vera við spegil. Í flestum tilfellum er einkenni þó ekki vegna krabbameins en mikilvægt er að fá úr því skorið.

  • ( . )

    Ef þú verður vör við þessi eða önnur einkenni skaltu hafa samband við heimilislækni eða Brjóstamiðstöð Landspítala í síma 543 1000 eða á brjostamidstod@landspitali.is.

1 of 3